Bátar og skip


Færslur: 2012 Janúar

20.01.2012 18:55

1628 Sléttanes IS 808


Sléttanes IS 808 togarinn var smíðaður á Akureyri árið 1983, hann var lengdur og breitt í frystitogara árið 1993. Hann heitir í dag Hrafn GK 111. Þetta var á þeim árum þegar Islendingar gátu smíðað sín skip sjálfir og verið stoltir af þeim.

20.01.2012 11:53

582 Hannes Andrésson SH 747
Hannes Andrésson SH 747 einn litlu Hollendingana frá árinu 1955 mældur 61 tonn og hét nýr Hringur SI 34, Hann var lengdur árið 1973 og mældist eftir það 75 tonn. Síðan var nafnalistinn svona Hringur GK, Fengur RE, Hólmaröst SH, Hringur SH, Geir ÞH, Guðmundur Jensson SH og að endingu Hannes Andésson SH . Báturinn var dæmdur ónýtur fyrir einum 5-6 árum síðan.

19.01.2012 19:10

1297 Suðurey VE 500


Suðurey VE 500 Smíðaður á Akureyri árið 1973 og hét lengst af Álsey VE 502, þegar hér er komið við sögu að þá á Anvaraútgerðin orðið bátinn enda orðin grænn í Andvaralitunum. Suðurey var seld til Svíþjóðar nítíju og eitthvað en var að lokum rifin í Danmörku fyrir nokkrum árum.

19.01.2012 12:40

Helga RE 49 Svíþjóðarbáturinn
Hér er mynd af mynd af Helgu RE 49 (þeirri fyrstu)  sem velunnari síðunar sendi mér, Helga RE var einn af 30 systurskipum smíðuðum í Svíþjóð fyrir landan, báturinn sökk við síldveiðar árið 1962 mannbjörg varð.

19.01.2012 01:29

162 Arnar SH 157


Arnar SH 157 smíðaður í Uskedalen í Noegi árið 1960,hann var lengdur árið 1978 og yfirbyggður 1985 upphaflega hét hann Ólafur Tryggvason SF, síðan Hringur GK, Bliki EA, Arnar ÁR, Sólrún EA, Rún EA og Arnar SH 157. í dag er báturinn skráður sem vinnubátur og heitir  Arnar SH 757

18.01.2012 19:05

11 Sandafell SU 210Sandafell SU 210 myndin er tekin árið 1986 upphaflega hét hann Arnfirðingur RE 212 smíðaður í Molde í Noregi árið 1963 og lengdur árið 1966.þegar hér var komið við sögu stóð til að farga bátnum og var farið að bera úr honum í land,en viti menn hætt var við úreldinguna og átti hann mörg ár eftir í útgerð en endaði svo í pottinum fyrir nokkrum árum síðan en þá hét hann Siggi Þorsteins IS 123Hér er hann svo undir sínu síðasta nafni, Siggi Þorsteins IS 123

18.01.2012 00:15

1063 Kópur GK 175


Kópur GK 175 hann hét upphaflega Tálknfirðingur BA 325 og síðan Jóhann Gíslason ÁR hann var smíðaður í Harstad í Noregi árið 1968.

Hér eru svo tvær myndir af bátnum í dag sem Kópur BA 175 og er hann gerður út frá Tálknafirði sama stað og hann var upphaflega á. Á sínum tíma fengu Táknfirðingar tvo nýja svona báta eða kanski réttara sagt skip á þann tíma mælikvarða hinn var 1067 Tungufell BA

17.01.2012 17:55

1759 Garðey SF 22


Hér er Garðey SF 22 (sú seinni) báturinn var ekki lengi á skrá hérlendis en var seldur frá Hornafirði til Grindavíkur þar sem hann bar nafnið Fjölnir GK 357. Hann var síðan seldur aftur úr landi. Báturinn var smíðaður í Svíþjóð árið 1986 og er ekki ósvipaður Sigurfara GK 138.

17.01.2012 12:18

433 Draupnir VE 550


Draupnir VE 550 smíðaður í Danmörku árið 1958 en ekki hef ég hér árið sem hann var lengdur en báturinn hét nýr Friðbert Guðmundsson IS 403 og var geður út frá Súgandafirði í upphafi,síðustu árin sem hann var gerður út hét hann Sæfaxi VE 25, hann var rifinn á Akureyri 1993.

17.01.2012 00:05

1125 Vöttur SU 3
Vöttur SU 3 smíðaður í Noregi árið 1968, það hefur sennilega eingin bátur verið eins oft til umfjöllunar á skipasíðunum og einmitt þessi. Kanski er ástæðan að hann er búinn að standa uppi í fjölda ára í Njarðvíkurslippnum og gerir enn sem Gerður ÞH 110.

16.01.2012 16:28

Heimsókn um borð í síðasta síðutogarann í Hull


Árið 2001 var ég á ferðalagi um England sem er kanski ekki frásögu færandi, en í þessari ferð fór ég til Hull og um borð í Artic Corsair H 320 sem er eini og síðasti togarinn þeirra Húllverja sem enn er til og er togarinn hluti af sjómynjasafninu þar.Artic Corsair er síðasta gerð af síðutogurum með 3 hæða brú.en um það leiti sem þessir voru smíðaðir voru bæði Þjóðverjar og Englendingar byrjaðir að smíða fyrstu skuttogarana.Séð fram dekkið á togaranum,það má sjá að bb lunningin hefur gengið eitthvað inn þar sem togarinn stendur.Skrokkurinn var vel þunnur á framendann enda gengu þessir togarar vel og voru smíðaðir til að sækja á fjarlæg mið þar á meðal Íslandsmið.Hér eru leiðsögumennirnir á Artic Corsair annar gamall skipstjóri og hinn bátsmaður, þeir fóru með mig um allan togarann enda fékk ég einka sýningu þarna hjá þeim og voru ánægðir að Islendingur skyldi sína þessu svona mikin áhuga.Hér er svo líkan af togaranum en þessir síðustu voru með lokaðan bb ganginn og höfðu þar að leiðandi bara gálga fyrir sb troll.Svona leit hann út þegar átti að farga honum eins og öllum hinum, en nú er Artic Corsair H 320 flottur safngipur í Hull og minnisvarði um horfna en  öfluga útgerð þarna við Humberfljótið

16.01.2012 09:37

1054 Andvari VE 100
Andvari VE 100 sá Akranessmíðaði frá árinu 1968 í dag heitir hann Sveinbjörn Jakobsson SH 10 og er báturinn óþekkjanlegur sem sami bátur í dag

16.01.2012 00:25

Trillan Skúmur VE 34
Hér er Skúmur VE 34 ekki veit ég nú mikið um þennan en hann var gerður út héðan í mög ár og fiskaði Alli sem átti hann vel á Skúminn, báturinn var rifinn hér í Eyjum um 1990.

15.01.2012 19:40

Einn eldgamall Enskur síðari.
Hér er einn vel gamall síðutogari eða réttara sagt bátur, myndina tók ég úti í Hull árið 1985.

15.01.2012 10:11

962 Óskar Halldórsson RE 157


Hér eru tvær gamlar af Óskari Halldórssyni RE 157 en þarna átti báturinn eftir að ganga í gegnum síðustu bretinguna og þá flottustu að mínu mati hann fór margar beitingar á ferlinum, Óskar Halldórsson var smíðaður í Hollandi árið 1965,hann hét síðan nokkrum nöfnum en í restina var það Óskar RE 157, báturinn var seldur í brotajárn árið 2010 til Belgíu.
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1085
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 5635863
Samtals gestir: 864785
Tölur uppfærðar: 18.8.2017 00:37:13


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar