Bátar og skip


21.10.2014 20:00

Gullskipið komið aftur heim.
Hér er einn gamalkunnur og kominn heim. Sá þennan í dag Ólavur Nolsön FD 181 frá Fuglafirði í Færeyjum. Áður Gandí VE 171. Mér var tjáð í dag að setja ætti í hann 3 togspilið svo hann geti dregið tvö troll en hann er vist gerður út á rækju. Hélt bara að hann væri farinn en svo er nú alls ekki.

20.10.2014 11:45

1278 Bjartur NK 121


Hér er syrpa að Bjarti NK 121 en myndirnar tók ég síðasta föstudag. Hann er alltaf flottur og vel útlítandi gamli höfðinginn þeirra Norfirðinga enda skipið komið á fimtugsaldurinn smíðaður í Japan árið 1973.


Hann er flottur á toginu sá gamli.

Þessi mun vera sá minst breitti Japaninn af þeim en voru 10 í upphafi en eru nú 5 eða 6 eftir í landinu.

19.10.2014 17:46

2410 Vilhelm aftur.


Hér siglir svo Vilhelm þorsteinsson EA 11 út frá Eskifirði síðasliðinn fimtudag.

18.10.2014 10:18

2407 Hákon EA 148


Þessar myndir tók ég fyrir tveimur dögum af Hákoni EA 148 að koma inn til Eskifjarðar.Mikið skip hann Hákon EA og eldist vel. En þetta er í fyrsta skipti sem ég kemst í návígi  við hann til myndatöku.

17.10.2014 09:40

2888 Auður Vésteins SU 88
Hér koma tvær bara fyrir Hauk Sigtrygg, en hér er einn af nýrri plösturum landsmanna Auður Vésteins SU 88.


16.10.2014 15:20

2410 Vilhelm Þorsteinsson EA 11
Tók þessar nú í morgunsárið þar sem Vilhelm Þorsteinsson EA 11 var að koma inn að bryggju á Eskifirði.
15.10.2014 16:00

Anna Nissen E 242


Hér er annar frá Esbjerg, Anna Nissen E 242 sem einig var seldur til Eyja. Hvað hét hann þessi hérlendis.Ekki klikkar Haukurinn frekar en fyrri daginn. En Anna Nissen hét Frigg VE 316 eftir að báturinn var keyptur til landsins um 1952. Sem gutta þótti manni Friggin vera einn af þeim flottari af öllum þessu Dönsku fiskibátum sem fluttir voru inn notaðir og voru þeir bara nokkuð margir.Allir fengu þeir ný hús nokkrum árum eftir að þeir komu, en gömlu húsin
voru jú bæði lítil og eins hálfgerðir kofar.

14.10.2014 13:40

Egot E 347
Hér er Danski fiskibáturinn Egot E 347. En báturinn átti síðar eftir að verða seldur til Islands og átti hann sér sögu hér í Vestmannaeyjum. Nú spyr ég vitið þið hvað hann hét hérlendis? Kem svo seinna með mynd af honum undir Íslenska nafninu.Sissi var alveg með þetta en báturinn hét svo Maggý VE 111 hér enn með gamla húsið á.Og hér er svo Maggý komin með nýtt stýrishús.Maggý endaði svo ferilinn upp í fjöru við Eyrabakka en þar strandaði hann stuttu eftir að hann var seldur frá eyjum en þá hét báturinn Jón Helgason ÁR 150. En nýja húsið sem á honum var átti svo framhald á öðrum bát og spyr ég vitið þið hvaða bátur það var ? Kem svo með aðra svona gátu á morgun ef við verðum þar að segja í netsambandi.


13.10.2014 15:38

Valdi fyrrum útgerðarmaður Þorra.
Hítti Valda í haust og var kall þá á leið út á sjó sem vélstjóri á togara og bað kallinn mig að gjóa eftir húsinu sínu en sá gamli er búinn að koma járni á þakið og loka fyrir veturinn.
Hér er svo kofinn en hann var byggður árið 1911 og heitir húsið því merka nafni " Litla Hraun " Og er ég sko ekki að grínast.

13.10.2014 13:17

357 og 464 á endastöð.


Hér eru nokkrar myndit sem ég tók síðsumars af tveimur gömlum sem lokið hafa hlutverkinu.

Náði að koma þessu inn þótt netsamband sé lítið sem ekkert hér austur af landinu. En við vorum að landa á Eskifirði nú í morgun og notaði ég þá tækifærið að koma inn færslu.

12.10.2014 08:21

338 Björg VE 5
Hér er mynd eftir Gylfa Ægisson af Björg VE 5 einum af gömlu Svíþjóðarblöðrunum svokölluðu.Hér er svo ein mynd af Björgini sem ég tók árið 1987 eða rétt áður en hún var seld aftur út til Svíþjóðar en þar bar hún svo beinin blessuð eftir tæplega 40 ára velgengni við íslandstrendur. Þetta voru hörku sjóbátar enda breiðir mjög miðað við lengd. En ekki gengu þeir nú mikið enda líktu margir blöðrunum við þvottabala í jákvæðri merkingu þó.

10.10.2014 10:11

2025 Bylgja VE 75


Hér eru þrjár myndir sem ég tók í gær af Bylgju VE 75 að koma inn til löndunar á Eskifirði en við vorum líka að landa þar.Þeim ber öllum saman um það að Bylgja sé frábært sjóskip sem fer vel með manskapinn. En hún var smíðuð í Slippstöðini á Akureyri á sínum tíma.

09.10.2014 09:15

Þeir leynast enn víða Bátalónsbátarnir.
Já þeir eru nokkrir til ennþá gömlu 12 tonna Bátalónsbátarnir hér er einn af yngri gerðini en þessir síðustu sem smíðaðir voru með álhúsi eins og þessi.Enn eru nokkrir af þessum bátum en í notkun en þeir eru ekki margir eftir en það voru smíðaðir fleyri tugir svona báta á árunum 1969 til 1975.

07.10.2014 12:59

Gömul brú norður í landi.


Hér eru nokkrar myndir frá Hauki Sigtryggi af gamalli skipsbrú sem skipt hefur um hlutverk og er nú sumarbústaður í dag. Ég er ekkert að nefna nafn skipsins sem bar þessa brú á sínum tíma enda auðþekkjaleg og það úr langri fjarlægð.Þetta er bara hið stnotrasta sumarhús og alla vega mun öðruvísi en gengur og gerist.

06.10.2014 13:58

Seinni syrpan af Steinuni SF frá því í gær.


Steinunn SF 10 var smíðuð í Kína árið 2001 og hét ný Helga RE 49
Flettingar í dag: 1861
Gestir í dag: 203
Flettingar í gær: 4415
Gestir í gær: 378
Samtals flettingar: 3277388
Samtals gestir: 701528
Tölur uppfærðar: 22.10.2014 14:50:12


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar