Bátar og skip


18.01.2015 22:27

Nokkrir sem fóru í pottinn.


Set hér inn nokkra báta sem sendir voru í brotajárn á síðustu árum. Þetta er þó ekki tæmandi listi yfir þá enda á ég ekki myndir af öllum Islenskum skipum þó ég eigi þó nokkra.Þessi gamli fengsæli höfðingi var rifinn í Esbjerg á árinu 2013. Það var eftirsjá í honum enda augnakomfekt fyrir bátaperra eins og mig.Gamli góði Júpíter var rifinn líka í Danmörku á árinu 2011.Arnberg ÁR 150 var rifinn í Belgíu árið 2013. Mikið var nú búið að fiska á hann þennan en nýr var hann Þórunn Sveinsdóttir VE 401.Óskar Halldórsson RE 157 þarna sem Óskar RE 157 var rifinn í Belgíu árið 2011.Einn tappana svokölluðu var dreginn út í pottinn af Óskari RE 157. Hann hét mörgum nöfnum á löngum ferli Upphaflega Pétur Thorsteinsson BA 12 og endaði sem Aðalvík SH. Á myndini er hann undir nafninu Páll ÁR 401.Guðrún VE 122 áður og lengst af Guðrún GK 37 var rifinn í Noregi fyrir einum 4 árum síðan.Erlingur SF 65 áður Dala Rafn VE 508 var rifinn í Belgíu árið 2013.Surprise HF 8 var rifinn í Hafnarfirði árið 2013. Hann hét nýr Gjafar VE 300.Kristinn Lárusson GK 500 var rifinn fyrir nokkrum árum hann hét lengst af Grótta bæði RE og AK. Læt þetta duga í bili.

13.01.2015 09:52

Það er oft erfitt um borð í Frá VE


Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í haust af stórum hluta áhafnarinar á Frá VE 78. Tekið skal fram að allir eru þeir á vaktini þegar þetta er tekið. Erfitt lítum aðeins á þetta.Hér er Sibbi Nínon að hugsa um hana Sóley sína.II stýrimaðurinn Sigmar Þröstur að spá í úrslitinn á næsta handboltaleik.II vélstjórinn að passa sinn bekk.Yfirvélstjórinn á vaktini enda með annað augað hálfopið enda nýbúinn að setja inn færslu á bátrarogskip.Stjáni kokkur að hugsa um hvað á nú að vera í matinn.Óli netamaður að stúdera í næsta Þætti af Startrek. Ætli ég sé með alla seríuna í tölvuni minni um borð ?Ívar enn þá úti í London.Og Tói kominn út til Tælands þarna í huganum.
Það skal samt tekið fram að þarna eru 8 af 12 manns sem voru um borð í haust. Ekki náði ég skipstjóranum né stýrimanninum enda eru þeir einu mennirnir sem aldrei sofa á bekkjunum. Eins náðist ekki í Sigga fósturson og Daða Júllason en þeir voru lítið á bekkjunum í haust.

06.01.2015 00:20

Bátar sem hurfu í pottinn árið 2014


Já þeim fækkar hratt gömlu vertíðarbátunum okkar en hér hef ég tekið saman þau skip og báta sem sigldu og voru dregin úr landi í brotajárn á árinu 2014. Flestir fóru þeir til Belgíu þar sem þeir voru höggnir niður.Víkingur AK 100 var rifinn í Danmörku á árinu og þar með fór síðasti 1000 tonna togarinn af fjórum sem smíðaðir voru í Seebek skipasmíðastöðini í þýskalandi úr landi. Bróðir hans Sigurður VE 15 fór sömu leið árinu á undan.Portland VE 97 fór í eftirdragi til Belgíu. Báturinn hét ýmsum nöfnum á ferlinum en nýr var hann Víðir II GK 275.Kristbjörg VE 71 sigldi undir eigin vélarafli út til Belgíu og dróg annan með sér. Báturinn hét lengi Gandí VE 171 en nýr og lengst var það Haraldur AK 10.Jón Gunnlaugs ST 444 hér með GK 444 sem hann bar lengst af. Hann hét alla tíð þessu sama nafni. Hann dróg einn með sér í pottinn í Belgíu.Þessi bar nafnið Fram IS 25 í restina hér sem Guðrún Guðleifsdóttir IS 25 það nafn bar báturinn nýr en bar svo mörg nöfn í millitíðini. Fram IS var dreginn út til Belgíu af Kristbjörg VE 71.Kristrún RE 477 upphaflega Ólafur Friðbertsson IS. Kristrún dróg Portlandið VE  út til Belgíu.Skálafell ÁR 50 upphaflega Hoffell SU 80 sigldi undir eigin vélarafli og dróg Gerði ÞH 110 með sér út til Belgíu.Gerður ÞH 110 var búinn að standa uppi í Njarðvíkurslipp í mörg ár og hét nokkrum nöfnum en við komuna til landsins hét báturinn Kristján Guðmundsson IS.Sæmundur Hf hér sem Magnús SH 205. Báturinn var dreginn út af Jóni Gunnlaugs ST 444 út til Belgíu. Báturinn bar nokkur nöfn hérlendis en við komuna til landsins hét hann Steinunn SF 10. Hvað skyldi nú mög störf bæði til sjós og lands tapast með öllum þessum bátum sem horfnir eru ? Svo heldur fjörið áfram á þessu ári en búið er að selja Siglunes SI 70 ex Danska Pétur VE 423 í pottinn systurskip hans Blómfríður SH 122 bíður niðurrifs í Njarðvík og sennilegast verður Stígandi VE 77  rifinn þegar líður á árið. Þeim fækkar ört þessum bátum en á móti verða stóru útgerðirnar öflugri og öflugri með hverju árinu og stutt í að einstaklingar verði barasta ekki til í útgerð á Islandi.

04.01.2015 17:55

424 Freyja VE 260
Í dag 4 janúar eru liðin 60 ár síðan þessi bátur kom nýr fyrsta skipti til heimahafnar sinnar hér í Vestmannaeyjum. Freyja VE var smíðuð í Fredriksundi í Danmörku árið 1954. Mörg nöfn bar báturinn svo sannarlega á ferli sínum en hann var að endingu rifinn í Njarðvík árið 1988 þá orðinn34 ára gamall og hét þá Sandafell HF 82. Fróðlegt væri að sjá miða um hann þennan enda vel litríkur bátur hvað varðar nöfnin sem hann bar, Þó hét hann Freyja VE 360 fyrstu 14 árin sín.

04.01.2015 10:49

Erling KE 45
Hann var svakalegastur loðnubáta undir farmi hann Erling KE 45.

02.01.2015 18:41

Helgi Helga.
Verðum við ekki að henda inn eini færslu hér í tilefni að nú er komið nýtt ár. En hér er stærðsta eikarskip smíðað innanlands Helgi Helgason VE 343 mældur 189 tonn á leið til síldveiða með nótarbátana uppi í davíðunum Helgi Helgason var smíðaður niður í fjöru hér í eyjum þar sem þrærnar í gúanóinu eru í dag. Smíðin tók ein 6 ár en hann var að mestu smíðaður í hjáverkum sem útskýrir að hluta hinn langa smíðatíma. Skipasmiður var Brynjólfur Einarsson.
  • 1
Flettingar í dag: 531
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2353
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 3543638
Samtals gestir: 733850
Tölur uppfærðar: 26.1.2015 08:00:34


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar