Bátar og skip


30.09.2014 19:48

918 Sigurvík VE 555
Sigurvík VE 555 upphaflega Gullfaxi NK 6.Mönnum sem á honum voru bar saman um að báturinn hafi verið hörku góður sjóbátur en hann var smíðaður í Frederiksund í Danmörku árið 1955 og var mældur 63 tonn. Báturinn var rifin hér í eyjum um 2004 og hét hann þá Hrauney VE 41

28.09.2014 21:11

Ótitlað


Hér er syrpa sem ég tók af Katrínu VE 47 árið 1988 en þá var skipið að koma úr breitingum og yfirbyggingu. Katrín hét lengst af Bergur VE 44. Báturinn er löngu farinn í Danska pottinn.


26.09.2014 22:43

Líkanið mitt af Helga Helgasyni


Félagi Axel bað um myndir af líkani sem ég gerði af Helga Helgasyni VE 343 á árunum 1996 til 1997. Allt vil maður nú gera fyrir kallinn svo hér eru myndir af þessu stærðsta eikarskipi sem smíðað hefur verið á islandi fyrr og síðar. Ens er þetta stærðsta líkan sem ég hef gert en það er 150 cm á lengd og 30 cm á breidd.Hér er líkanið langt komið og maðurinn sem stendur fyrir framan það er Jón Þórðarson skipasmiður sá eini mér vitanlega sem enn er á lífi af þeim sem smíðuðu Helga Helgason á sínum tíma. Jón er í dag orðin 93 ára gamall og er enn sprækur sem lamb. Hann vann við smíðina alveg frá upphafi til enda og er sveinstykkið hans formastrið í Helga Helga. Gamli leit eftir þessu hjá mér og veitti mér margar og góðar upplýsingar um skipið sem hann þekkti út í gegn.Hér er Helgi Helga í myndatöku niður í fjöru.Hann er nokkuð stór hjá mér en hlutfallið er 1 á móti 24.Og hér að þrífa eftir fjöruferðina.

Látum þetta duga í bili Axel minn.


26.09.2014 20:25

1014 Ársæll ÁR 66


Tók nokkrar myndir af Ársæli ÁR 66 í gær en þeir eru komnir á netin.Báturinn er nýmálaður og fínn.Upphaflega var hann ársæll Sigurðsson GK 320 smíðaður í Brattvaag í Noregi árið 1966.Einig bar hann nöfnin Arney og Auðunn og kanski smá meira.

25.09.2014 22:40

368 Dalaröst NK 25
Hér er Dalaröst NK 25 eitthvað datt hún inn í spjallið hér varðandi Jón Kjartansson SU og Öðling VE 202. En austfirðingarnir voru tíðir gestir á vetrarvertíðum hér á árum áður og margir bátar þaðan gerðir út héðan ár eftir ár.

25.09.2014 09:06

Ferjan Baldur.


Hér er Breiðafjarðarferjan Baldur sem búin er að ganga á milli eyja og lands síðustu 3 vikurnar og bara staðið sig vel þótt ferjan sé farin að eldast en hún var smíðuð í Þýskalandi árið 1970 eða 6 árum eldri en gamli Herjólfur var. Þeir hjá Sæferðum eru að fá stærri og yngri ferju en sú er smíðuð árið 1979.Baldur verður nú seint talin fagurt fley en samt ótrúlega kósý að innan. Baldur hentar vel til siglinga í Landeyjahöfn en hvað stærð og djúpristu varðar og spurning hvort sérfræðingarnir sem hönnuðu höfnina hafi verið með svona skip í huga.

Hér öslar Balli í Landeyjarhöfn
.

23.09.2014 23:55

Jón Kjartansson SU 111 og Öðlingur VE 202


Hér er syrpa frá því síðla árs 1956 og má sjá þarna Jón Kjartansson SU 111 nýjan við bryggju og inn í húsi mun vera Öðlingur VE 202 í sjósettningu.

Hér rennur Öðlingur svo af stokkunum en hann var svo afhentur snemma á árinu 1957.Í þessari skipasmíðastöð voru smíðaðir margir tugir fiskibáta fyrir Islendinga alveg aftur til ársins 1920.Hér komin á flot og Jón Kjartansson SU 111 bíður eftir að sigla heim til Islands en þar átti hann heldur betur eftir að gera góða hluti undir stjórn góðra manna.Hér er Jón Kjartansson undir nafninu Einir SU 250.

23.09.2014 08:32

1043 Sigurður Lárusson SF 110
Sigurður Lárusson SF 110 fyrir margt löngu síðan.

Báturinn var einn af þeim fyrstu sem smíðaður var í Stálvík í Garðabæ en hann er frá árinu 1967 og hét nýr Hafdís SU 24 en í dag er hann Jóhanna ÁR 206

22.09.2014 08:30

1629 Eyvindur Vopni NS 70
Hér eru þjár myndir sem ég tók af Eyvindi Vopna NS fyrir margt löngu síðan.Þessi er ef ég man rétt sá stærðsti sem smíðaður var á Seyðisfirði.Í dag heitir hann Farsæll SH 30 og er mikil mubla.

21.09.2014 11:06

Flakið af Goðafossi við Straumnes
Hér eru myndir Jóns Páls af flaki Goðafoss við Straumnes en þessar nyndir tók hann árið 1976. Þessi var sá fyrsti sem sem bar nafnið Goðafoss hann var smíðaður árið 1914 í Danmörku en strandaði þarna þann 29 nóvember árið 1916. öllum sem um borð voru var bjargað í land.

Ég þakka Jóni Páli kærlega fyrir myndirnar. En þeir segja sumir af skipsfélögum mínum að ég sé flakaþefur hin mesti.

19.09.2014 21:46

Hver var hann þessi ?
Setjum inn eina gátu. Hver var hann þessi og hvar strandaði hann ? Þið eruð nokkuð glúrir kem með meira af þessu síðar en þessa mynd ásamt nokkrum öðrum af flakinu tók Jón Páll Ásgeirsson árið 1976.Hér er mun yngri mynd af sama flaki. En eins og sjá má þá er lítið eftir.

18.09.2014 17:44

153 Marz RE 261


Set hér inn smá klausu fyrir félaga Óskar Ólafsson úr bók Tryggva Ófeigssonar útgerðarmans, en þetta er á blaðsíðu no 272 í fyrnefndri bók.
17.09.2014 19:39

968 Bergur II VE 144
Þessi hefur ekki verið oft á skipasíðunum undir þessu nafni en hér er hann sem Bergur II VE 144. Upphaflega Krossanes SU 320 og í dag Glófaxi VE 300.Og hér sem Glófaxi VE 300Nú þessa dagana er Glófaxi í slipp og er verið að almála hann.


15.09.2014 21:23

1401 Gullberg í breitingum árið 1994
Hér eru myndir af Gullbergi VE 292 í breitingum hjá Skipalyftuni árið 1994.Brúin hækkuð upp settur nýr hvalbakur og lengdur um miðjuna.Hér fyrir breitingu.Og hér líka.Og svo ein eftir breitingu. Í dag heitir Gullbergið, Ágúst GK 95 og er línuskip og gert út frá Grindavík.

14.09.2014 21:20

Tuxham glóðarhausinn úr grafskipinu.
Á dögunum áskornaðist okkur nokkrum félögum að gjöf gömlu Tuxham glóðarhausvélina sem var hér í grafskipinu. Þessi Tuxham er að mörgu leiti merkileg vél smíðuð árið 1935 og er því að verða áttatíu ára gömul. Þetta var sennilegasta síðasta svona gloðarhausvélin sem notuð var hérlendis en hún var í notkun allt til ársins 1976.Nú er búið að sandblása hana og grunna.Þetta var stærðsta Tuxham vélin sem hingað kom 2 cylindra 184/210 hetstafla en algengustu Tuxhamarnir voru 1 cylindra frá 50 og upp í 110 hestaHér eru dekselin eins og heddin voru yfirlett kölluð

Og hér stimplarnir en þetta er skessa mikil og vigtar öll á bilinu 10 til 12 tonn á þyngd.Nú er bara að finna varahluti í Danmörku og smella henni svo saman.


Svona lítur svo Tuxhaminn saman settur
Flettingar í dag: 4653
Gestir í dag: 357
Flettingar í gær: 5127
Gestir í gær: 377
Samtals flettingar: 3194073
Samtals gestir: 693657
Tölur uppfærðar: 30.9.2014 22:50:08


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar