Bátar og skip


21.04.2014 14:00

1265 Skagfirðingur SK 4


Skagfirðingur SK 4 áður Vigri RE 71. Svakaleg um tíma litasamsettningin á togurunum hjá Sauðkræklingunum.

20.04.2014 17:02

Flott myndband frá árinu 1961

Þræl flott gamalt og skýrt myndband af stangveiði um hvítasunnuna árið 1961. Þarna má þekkja marga báta svo sem Erling IV VE 45, Gísla J Johnsen VE 100, Sævar VE 19, Dagný VE 46, Guðbjörgu VE 271, Herstein VE 40 Lóðsinn og marga fleiri.

19.04.2014 21:52

Gleðilega Páska.


Gleðilega Páska
.Set hér inn mynd sem tekin er á Páskadag fyrir 74 árum síðan, en þetta er árið 1940 af Eyjaflotanum á bóli. Aftan á myndini stendur að  þarna séu 71 bátar á myndini.

19.04.2014 09:11

1829 Máni ÁR 7
Eigum við ekki að koma með einn alvöru plastara svona í aðdraganda páskana.Máni ÁR 7 smíðaðu í Svíþjóð árið 1987 en lengdur 1995.Áður bar Máni nöfnin Dofri IS, Dofri ÁR og Garðar GK.

18.04.2014 09:38

347 Blátindur sem varðskip.
Sissi Þórarinns spurði um mynd af Blátindi VE 21 meðan hann var notaður sem varðbátur í Faxaflóa og við Reykjanes. Báturinn var leigður til þessa verkefnis í nokkur sumur og hafði Blátindur þá fallbyssu eins og alvöru varðskip en byssuna má vel sjá á myndini.

17.04.2014 10:03

Blátindur VE 21 á Skanssvæðið


Eftirfarandi grein var í Eyjafréttum þann 9 apríl síðastliðin.

jæja þá á eitthvað að fara að ske varðandi Blátind VE 21 en báturinn var smíðaður hér í eyjum árið 1947. Set hér að neðan nokkrar myndir sem ég tók af uppgeriði sem fram fór á bátnum árið 2000.Hér er byrjað að rífa skýlið sem byggt var utan um bátinn meðan á uppgerslu stóð.Hér er svo ein tekin á sjómannadaginn eftir að hann var afhenntur bænum. Ég fæ mig bara ekki til að koma með mynd af honum eins og hann lítur út í dag, enn það stendur nú til bóta það er útlitið á honum blessuðum.


15.04.2014 10:50

824 Ingólfur GK 125


Hér er elsti bátur landsins þarna sem Ingólfur GK 125 smíðaður í Fredriksundi í Danmörku árið 1930 ef ég man það rétt. I dag er hann í Súðavík og heitir Fengsæll IS.

15.04.2014 08:43

822 Reynir VE 120


Reynir VE 120 smíðaður í Esbjerg Danmörku árið 1954 og mældur 49 tonn upphaflega hét hann Sæborg GK 86 og frá árinu 1959 Sæborg SH 7. Árið 1971 verður hann svo Reynir VE 120. Mér þótti alltaf fallegar línur í þessum bát. Reynir var úreldur árið 1979 og sökkt en þá var hann með 4 ára gamla Caterpillar vél og báturinn allur í fínasta standi en svona var þetta bara útelda og úrelda út í eitt.

14.04.2014 08:08

Gamli að reyna að þrífa grútinn af sb síðuni.
Hér er síðustjórinn að rembast við að reyna að þrífa bryggjugrútinn af síðuni á Frá en hann er allur svartur eftir fríholtin.

Svaka syrpa þetta og báturinn enn svartur á síðuna alla vega neðan við það sem kústurinn náði en verðum við ekki samt að reyna.

13.04.2014 09:14

497 Ver VE 200 
Hér er ein af Ver VE 200 upphaflega Gullver NS 12. Hann var smíðaður í Strandby í Danmörku árið 1959 mædur 70 tonn upphaflega vélin í honum var Lister Blackstone 360 hestafla. Árið 1975 var sett niður í hann léttbyggð Cummins 458 hestafla. Þann 1 mars árið 1979 fórst Ver rétt austan Vestmannaeyja og fórust fjórir menn með bátnum en tveimur tókst að komast í gúmmbát við illan leik og var bjargað þaðan um borð í Bakkavík ÁR 100.

12.04.2014 09:19

Um borð í 641 Kóp VE 11.
Hér er ein frá árinu 1974 og myndin tekin um borð í Kóp VE 11. Þessa vertíð varð Villi Fisher skipstjóri og hans menn aflahæðstir Eyjabáta en þeir fiskuðu þessa vertíð 1000 tonn. Fremst á myndini er Steinar Ágústsson kokkur og eðalkrati. Steini er löngu látinn en var þekktur í Reykjavík hér á árum áður og var kappinn ávalt fínn í tauinu þótt misblautt væri hjá honum blessuðum.

11.04.2014 20:33

Smá meira um Erling I.


Set hér inn tvær fyrir Lauga af gamla eins og hann var lengst af.

Erlingur var í upphafi búinn 50 hesta Seffle vél frá 1931. Árið 1935 var sett í hann 96 hesta Scandía vél. 1944 er sett niður 120 hesta Cummins díesel vél. 1948 fær hann Hundested glóðarhaus 90 hesta og að lokum 170 hesta Mannheim sem sett var niður 1968,

10.04.2014 18:35

392 Erlingur VE 295
Hér er gamla ættarfleytan mín Erlingur VE 295 (Gamli Erlingur) en hann var fyrsti báturinn með þessu nafni hér í eyjum eða frá árinu 1931 þegar hann var keyptur austan af söndum hafði hann legið í Meðallandinu í eitt ár eftir að hann strandaði þar þegar hann kom nýr til landsins frá Fredriksund í Danmörku en báturinn átti að fara í Garðinn og hét í upphafi Erlingur. Sighvatur Bjarnarson skipstjóri og Gunnar Marel Jónsson skipasmiður keyptu bátinn á strandstað og náðu honum út var hann síðan dregin til eyja og gerður upp enda búið að rífa úr honum vélina stýrishúsið lunningar möstur ásamt ýmsu meiru nýtilegu. Erlingur var allur sandblásinn og grár niður að kili þegar hann kom eftir veruna á söndunum. enda lengi kallaður hér "Sanda gráni " En gömlu mennirnir höfðu trú á verkefninu. Erlingur var svo gerður út héðan farsælega í ein 50 ár.Hér er svo mynd af Erlingi með nýrra húsinu. Sennilega má ég kenna þessum bát um þá miklu bátadellu sem ég hef haft frá unga aldri. Enda var maður mikið þarna að stússast hjá afa gamla sem átti bátinn ásamt langaafa. Og hér hófst mín sjómenska árið 1974 en þá var ég rétt orðin 17 ára gamall og drullusjóveikur. Gamli Erlingur lifði af alla hina Erlingana sem voru bæði stærri og yngri en hann. Erlingarnir voru í allt fimm talsins. Hann var að lokum brenndur um áramótinn 1990-1991

09.04.2014 20:03

1254 Sandvíkingur ÁR 14


Sandvíkingur ÁR 14 lengst af Arnar. Þennan er búið að toga í allar áttir upp til hliðana og fram og aftur. Það má sega að á hann vanti nýja brú enda kofinn frá upphafi allt of lítill og að auki kominn til ára sinna..

09.04.2014 10:25

Seinni syrpan af Fróða II ÁR 38

Læt þetta duga í bili enda staðið í aðgerð út í eitt enda verið að fylla í þriðja skiftið á þremur dögum.
Flettingar í dag: 2353
Gestir í dag: 266
Flettingar í gær: 3535
Gestir í gær: 435
Samtals flettingar: 2720611
Samtals gestir: 636268
Tölur uppfærðar: 21.4.2014 14:13:18


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar