Bátar og skip


30.07.2014 19:19

Plastarinn sem reyndist vera úr áli.
Er það furða að maður telji þennan úr plasti enda alveg eggsléttur sama hvar litið er. Ég fór og bankaði í skrokkinn vítt og breitt. Þarna kom einn úr áhöfnini og spurði ég hann "is this boat made of plastik" hann svarar brosandi.. no no plastik just aluminíum and steel in this boat. Svo nú þarf ég ekki að biðja Hauk afsökunar á plastara Ha ha. En og aftur er það nema furða að maður ruglist á þessu tók nokkrar í gær af bátnum við bryggju.Eggsléttur eins og Sómabátur.Já eða eins og Gáski.Eða bara Cleopatra.Nei ekki aldeiiis hann er sko úr áli og stáli. punktur og pasta.


29.07.2014 20:32

Skinney SF 20 siglir frá Eyjum eftir slipp.


Tók nokkrar í fyrrakvöld af Skinney þegar hún lagði í ann eftir öxuldrátt og ýmislegt viðhald.Eigum við ekki bara að láta þetta duga í bili.

27.07.2014 22:52

Flottur plastari.
Þessi er nú einn flottasti plastbátur sem ég hef bara séð um dagana, en þessi snekkja sigldi hingað inn í hádeginu í dag og liggur nú við bryggju.Sagan segir að það sé Svissnenskur milli sem á hana og hún taki 15 farþega og áhöfnin sé 11 menn eða jafnmargir til dæmis og á Frá VE og já Sigurði  VE líka. Svo er bara að vona að Haukur fyrirgefi mér fyrir að birta myndir af plastbát.

26.07.2014 20:06

Meira af Sigurði.


Læt myndirnar tala sínu máli.

Kem svo með nokkrar sem ég tók um borð seinna.

25.07.2014 13:46

Sigurður kominn heim.


Tók eitthvað um 150 myndir af nýjasta skipi flotans í morgum en Sigurður sigldi inn á höfnina klukkan 12,00 í hádeginu og verður skipið til sýnis í dag. Set hér nokkrar myndir núna en meira seinna.Flottur er hann.

Hér fagnar Lóðsinn honum með flauti og tilheyrandi sjógusum úr brunadælum Lóðsins.Hér að sigla inn á milli garða.Um leið og skipið lagðist að bryggju fór að streyma fólk um borð, en hann veður svo til sýnis almenningi eftir kl 14,00. en meira seinna.

25.07.2014 08:16

Sigurður
Jæja nú er bara að fara að græja sig í að fara að mynda hinn nýja Sigurð þegar hann kemur inn til hafnar á eftir og svo verður skipið sínt almenningi eftir hádegið. Er ekki upplagt að koma með síðustu myndina sem tekin var af þeim gamla þegar hann sigldi burt. Það verður erfitt að toppa skrokklag þessa skips.

23.07.2014 23:32

Skinney SF 20 í slipp í dag.
Tók þessar í dag af Skinney SF 20 en báturinn var tekinn upp í lyftuna hér í eyjum.

Það eru komin nokkuð mörg ár síðan Hornafjarðarbátur var tekin upp hér í lyftuna.

22.07.2014 17:56

263 Gandí VE 171
Er er ekki upplagt að koma með einn gamlan en flottann á meðan maður bíður eftir Sigurði hinum nýja en skipið er væntanlegt til heimahafnar á föstudagsmorgun og verður sko sitið fyrir honum með myndavélina að vopni. En aftur að Gandí sem upphaflega hét Þorbjörn II GK 541. þótti hann flottur af spýtubátunum af stærðstu gerðini en kanski að Haukur eigi miða á hann þennan.

16.07.2014 19:37

Óskar Matt VE 17 sjósettur


Hér eru nokkrar myndir frá Sissa Þórarinns af sjósettningu á Óskari Matt bátnum hans Auðuns Jörgenssonar.Báturinn er orðin mikil mubla og endurbyggingin hjá Auðunn tekist vel.Hér er hann kominn á flot.Það er ekki sparað mahonyið hjá S 1 það er á hreinu.Það er mikið að gera hjá Auðunn og allt að gerast.Hér sigir svo Óskar Matt VE 17 fyrsta sinni eftir endurbygginguna. Ég vil nota tækifærið og óska Auðunn Jörgenssyni til hamingju með þennan stóra áfanga, enda líf hans snúist um bátinn undanfarin ár. Eins þakka ég Sissa fyrir myndirnar en sjálfur er ég á leið norður á Akureyri og verð þar um helgina ásamt félögum mínum í Drullusokkunum.

15.07.2014 19:02

1661 Gullver NS 12
Hann er sjaldséður hér í Eyjum hann Gullver frá Seyðisfirði en þessar myndir tók ég af honum í gærdag þegar hann var á útleið eftir að hafa landað Makríl í Gotthab í Nöf. Þessar ættu að gleðja félaga Orra sem búinn er að vera þarna aldeilis lengi um borð.Flottur togari hann Gullver þótt orðin sé 31 árs gamall.

Hér er hann að leggja í annan Makríltúr. En við Palla sem bloggar hér í færsluni að neðan vil ég bara segja " Ég er stoltur af því að vera í hópi góðra drengja sem þú kallar bátaperra" Og mundu að við meiðum engan þótt við veltum okkur upp úr gömlum bátum og jafnvel skipum líka og hana nú.


13.07.2014 19:42

sigurður lagður af stað heim.

 
Eftirfarandi frétt er úr Eyjafréttum.


Sigurður VE lagður af stað heim á leið

Hið nýja og glæsilega uppsjávarskip Ísfélagsins, Sigurður VE 15, lagði af stað í gærmorgun áleiðis til Vestmannaeyja.  Skipið hefur verið í smíðum í Tyrklandi en undanfarna daga hafa síðustu prufukeyrslur verið gerðar á skipinu með áhöfn þess.  Áætlað er að siglingin taki um tólf sólarhringa og því má reikna með að skipið sigli inn til heimahafnar í kringum 25. júlí.
 
Sigurður VE er 80 metra langur og 17 metra breiður og er afar vel búinn til veiða á uppsjávarfiski s.s. loðnu, síld, makríl og kolmunna. Aðalvélin er 4.500 kW og kæligetan er 2x1.300.000 kcal/klst. Kælitankar skipsins eru 12 og eru samtals 2.970 rúmmetrar þannig að burðargeta skipsins er mikil og styður hún vel við öfluga landvinnslu félagsins í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn.

12.07.2014 08:06

þá er Víkingur AK 100 farin í brotajárn.
Þá er þetta glæsilega skip Víkingur AK 100 farinn til Danmerkur en þar verður hann rifinn rétt eins og systurskipið Sigurður sem var rifin í Esbjerg í fyrra. Þá eru allir fjórir 1000 tonna síðutogararnir sem smíðaðir voru árið 1960 í Bremerhaven horfnir frá landinu. Skrokkar þessara skipa þóttu þeir alflottustu sem flotið hafa við Islandsstendur.Víkingur AK 100 var gerður út frá Akranesi í 54 ár með miklum sóma og eftirsjá í þessu skipi.
Hér er hann að koma inn til Eyja en skipið var sá síðasti í röð systurskipana fjögura og sá síðasti einig að kveðja.Hér er hann með nótina á síðuni.Far vel Víkingur AK 100.

10.07.2014 23:22

2444 Vestmannaey VE 444.


Hér eru myndir teknar nú í vikuni af Vestmannaey VE 444 að leggja í veiðiferð eftir goslokaafmælið.


08.07.2014 23:15

2772 Álsey VE 2


Set hér inn myndir af Álsey VE 2 þegar hún var að koma inn til löndunar nú í kvöld en þeir eru að veiða Makríl.Álsey var smíðuð í Flekkefjörd í Noregi árið 1987 en flutt inn árið 2007 og hét hún þá Delta.

07.07.2014 10:11

2883 Sigurður VE 15


Hér koma nokkrar myndir af nýja Sigurði VE 15 en þær voru teknar af skipinu á laugardaginn síðasta fyrir utan höfnina í Istanbul í Tyrklandi.Í dag á Sigurður svo að halda af stað heim  og reiknað með einum 12 til 14 dögum í siglinguna.Fallegt sip sem kemur vonandi til með að bera þetta nafn með sóma eins og sá gamli gerði.

Hann ætti að vika vel veltitankurinn þarna upp í gálganum. Svo er bara að vona að maður verði klár hér með myndavélina þegar skipið kemur.
Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4214
Gestir í gær: 358
Samtals flettingar: 2997001
Samtals gestir: 671781
Tölur uppfærðar: 31.7.2014 00:38:30


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar