Bátar og skip


19.12.2014 21:02

2704 Bíldsey SH 65


Tók norrar myndir í dag af ofurtrilluni Bíldsey SH 65. Það er nú ekki oft sem svona bátar sjást hér í Eyjum.Siglufjarðarseigur stendur á honum og líka 1500.

Og hér veifa þeir bless þegar græjan sigldi út úr höfnini í dag.

10.12.2014 23:10

1275 Jón Vídalín VE 82
Tók þessar um daginn af Jóni Vídalín. Hann er nú orðinn ansi þreyttur blessaður.
08.12.2014 09:15

Helga II RE 373
Helga II RE 373 seinna Þorsteinn EA og ÞH.

06.12.2014 10:17

2747 Gullberg VE 292
Hér heldur Gullbergið til veiða í vikuni sem nú er að líða.


02.12.2014 19:38

Um borð í Jóni Vídalín VE 82


Tók þessar um daginn um borð í Jóni Vídalín.Jón Vídalín sem áður hét Hoffell SU 80 var fyrsti Japaninn sem breitt var í Póllandi m,a lengdur og var sá eini þeirra sem þangað fóru sem ekki var skipt um brú á.


30.11.2014 18:29

Nokkrar teknar um borð í Ljósafelli SU 70.
Set hér inn syrpu sem ég tók um daginn um borð í Ljósafelli við bryggju á Eskifirði.


Þeir hugsa vel um togarann sinn Fáskrúðsfirðingarnir það má nú segja.

29.11.2014 09:40

Hilmir SU 171
Hilmir SU 171 hvort það er komið NK eða SK númmer á hann þarna man ég ekki alveg en þetta var flott smíði frá slippstöðini á Akureyri á sínum tíma.

27.11.2014 08:50

Jón Balvinsson RE 208
Jón Baldvinsson RE 208 Portúgal smíði eins og Már SH.

26.11.2014 08:35

1345 Freri RE 71
Freri RE 73 einn stóru Spáverjana sem voru 6 í allt. Upphaflega Ingólfur Arnarsson RE 201. Togarinn liggur í Rvk og er búinn að gera lengi svo útgerðarsögu hans hér á landi er líklega lokið.

25.11.2014 07:57

Togrinn Runólfur SH 135
Garðabæjarsmíðin Runólfur SH 135 frá Stálvík. Þessi er greinilega smíðaður eftir sömu teikningu og Norsku togararnir Skinney SF Haraldur Bö AK, Sveinn Jónsson GK og fleiri.Nú er það spurningin hvað varð um togarann er hann enn til ?

24.11.2014 00:20

1838 Freyja RE 38
Freyja RE 38 þessi er búinn að vera lengi í útgerð á Grænlandi og er þar enn.

23.11.2014 10:40

Beitir NK 123 á Eskifirði í gær.
Hér er nýjasti Beitir NK 123 við bryggju á Eskifirði í gær.

22.11.2014 10:47

Vestmannaey að landa á Eskifirði.
Það eru fleiri eyjabátar en við að landa á Eskifirði. Hér er Vestmannaey VE 444 að landa í síðasta mánuði. En við erum nú á landleið inn á Eskó að landa.

21.11.2014 18:46

Græjur framtíðarinar.


Já tíminn líður hratt svo nú þurfum við gömlu báta perrarnir að fara að huga að fararækjum sem við getum notað á komandi árum. Er þá ekki bara best að versla sér bát. Flottan bát til að geta siglt milli staða ? Hér er þessi líka frábæri bátur fyrir lengra komna í delluni.Eigum við ekki að panta okkur nokkra svona strákar og fara beint á flandrið. Það stoppar okkur ekkert þegar við erum komnir með svona skip í hendurnar.Þar sem ég er með mótorhjóladellu líka væri nú gaman að eiga einn svona  Harley Davidsson með það er þegar ekki gefur á sjóinn.


21.11.2014 08:39

Dráttarbáturinn Goðinn
Goðinn dráttarbáturinn. Það var nú meiri hörmungin hvernig fór fyrir þessum í Vöðlavík á sínum tíma.
Flettingar í dag: 776
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 3247
Gestir í gær: 328
Samtals flettingar: 3457729
Samtals gestir: 724039
Tölur uppfærðar: 21.12.2014 12:54:24


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar