Bátar og skip


02.05.2015 19:29

Östebris í dag.
Tók þessa í dag af þeim Norska, Österbris þar sem hann bíður eftir löndun en skipið er smíðað í Tyrklandi árið 2014.

30.04.2015 23:48

1743 Sigurfari GK 138
Hér er ein af Sigurfara GK 138 áður VE 138. Mikið fiskaði hann Binni heitinn Færsett á þennan bát enda mikill fiskimaður rétt eins og afi sinn Binni í Gröf.

28.04.2015 22:05

Bergey á toginu nú um daginn
Það er búið að vera mikið mok á trollbátunum nú í vetur og stendur það enn yfir. En sumir eru orðnir kvótalitlir og sókin minkað.Tók þessar af Bergey í vikuni á togi í Háfadýpi rétt suðaustan við eyjar.

26.04.2015 20:53

Hardhaus sá Norski að landa.
Tók þessar fyrir korteri síðan af Harðhaus þeim norska að landa Kolmuna í Eyjum.Flottur þessi Noyjari sem kom nýr eftir að sá gamli var seldur til Islands og bar nöfnin Grindvíkingur GK og Guðmundur VE og svo eitthvað Grænlenskt sem ég nenni ekki að stafa.

25.04.2015 00:03

1556 Sölvi Bjarnason BA 65
Sölvi Bjarnason BA 65 Akranessmíði frá árinu 1980.Ekki er nú hægt að segja að þessi hafi orðið gamall en hann var rifinn fyrir fjölda áum síðan kanski bara einum 10 eða svo.

23.04.2015 19:00

221 Sólfell IS 820


Gleðilegt sumar allir sem kíkja hér inn.


 
 Sólfell IS 820 upphaflega Pálína SK 2 en lengst af Vonin KE 2. Þessi fór að mig mynnir til Namibíu.

22.04.2015 20:00

2407 Hákon EA 148


Þessar tók ég í byrjun mars af Hákoni EA á austurleið.Tók þessar í vetur ekki eru þetta nú bestu myndirnar sem ég hef tekið enda á móti sól en læt þær samt flakka hér inn.

21.04.2015 22:20

1982 Faxafell III GK 344
Hér er einn alíslenskur straubolti smíðaður í Stálvík árið 1990 og mældur 10 tonn, yfirbyggður og næs. Held ég hafi bara ekki séð eins ljótan bát undir Islenskri skráningu fyrr.

18.04.2015 00:03

Skúli Magnússon RE 202
Flott mynd af gamla landshöfðingjanum Skúla Magnússyni RE 202. Gott er að eiga hann vin minn Óla Ragg að takk fyrir þetta elsku kallinn minn.

16.04.2015 22:44

Herjólfur no 1

   Herjólfur elsti fallegt lítið skip var hann og búinn tveimur aðalvélum. 15.04.2015 09:09

Hinn nýji Bjarni Ólafsson AK 70
Hér er mynd af nýja Bjarna Ólafssyni en búið er að kaupa skipið til landsins. Það hét áður Fiskeskjer. Þakka Pétri V Hanssyni fyrir póstinn um þetta.

13.04.2015 08:04

833 Sæfaxi VE 25
Sæfaxi VE 25 einn aðal trollpungurinn hér í eyjum á árum áður. Lalli fiskaði vel á þennan og var þetta bæði fallegur og góður sjóbátur. Tala nú ekki um eftir að þetta hús var smíðað á hann hér upp úr 1970. En Sæfaxi var smíðaður í Njarðvík árið 1939 og hét nýr Faxi GK 95.

10.04.2015 00:05

Hin nýja Kirkella H 7


Félagi Haukur Sigtryggur á Dalvík sendi mér nokkrar myndir af nýja Hull togaranum Kirkellu H 7 við bryggju á Akureyri nú um daginn. Mér finnst togarinn glæsó og stefnið töff, þótt ég sé ekki alveg sáttur við nýju bumbustefnin sem verða á Grandatogurunum sem verið er að smiða í Tyrklandi.Þetta er mikill togari og flottur líka.
08.04.2015 21:36

Bergey í fyrradag.
Hér er Bergey að leggja í ann í fyrradag þeir eru enn rauðir á litinn þessir.


07.04.2015 20:33

Gullberg í gærdag.
Hér er Gullberg að leggja í ann í gær en það er búið að vera algjört mok af þorski hér suður af eyjum í vetur eins og reyndar síðasliðin ár. Og vandi fyrir okkur sem meigum ekki veiða hann að neinu gagni.


Flettingar í dag: 2118
Gestir í dag: 193
Flettingar í gær: 2462
Gestir í gær: 249
Samtals flettingar: 3845234
Samtals gestir: 758310
Tölur uppfærðar: 3.5.2015 16:26:36


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar