Bátar og skip


31.08.2014 21:20

1751 Örn VE 244
Hér er ein gömul af Erni VE 244 áður SH 248 en núverandi Hásteinn ÁR 8.

29.08.2014 08:57

1035 Heimaey VE 1
Hér er ein gömul af Boizenburgaranum Heimaey VE 1 en báturinn bar aðeins tvö nöfn og 3 skráningar á löngum ferli sínum en nýr hét hann Náttfari ÞH 60 og svo RE 75.

28.08.2014 08:40

Stálvíkur merki.
Af hvaða skipi skyldi þessi skjöldur nú vera? Jú Theodór er með þetta. Upphaflega hét báturinn Óskar Magnússon AK 177 og hefur síðan heitið til skiptis Kap II og Kap en í dag er það Kap II VE 7.

26.08.2014 18:31

Tríton að koma inn til Eyja í dag.
Hér er Danska varðskipið Tríton að koma inn til eyja í dag ekki veit ég hvað erindið er en þau eru sjaldséð hér Dönsku varðskipin.Eitt er víst að ekki eru þeir að góma landhelgisbrjóta enda ekki mörg skip eftir á veiðum með ströndini.

24.08.2014 13:41

Síðuhallur VE 285


Hér eru nokkrar myndir sem Haukur Sigtryggur sendi mér af flaki Síðuhalls í Eyjafirði.Báturinn er ótrúlega heill eftir að hafa legið þarna í fjöruni í tæp 50 ár og greinilegt að loftslagið þarna fyrir norðan fer vel með eikina.Það er til rituð saga af miklum hrakningum Síðuhalls um 1930 en þá hrakti bátinn vélarvana í nokkra sólarhringa undan ofsaveðri og var óttast umbæði áhöfnina og bátinn og þótti mikil mildi þegar þeir komu fram heilir á húfi.Síðuhallur var einn þeirra mörgu báta af þessari stærð sem lengdir voru á sínum tíma í eyjum.Ég þakka félaga Hauk fyrir sendinguna.

23.08.2014 09:49

Síðasta Sænska blaðran hérlendis.
Eftir því sem ég veit best að þá er þessi Sænski blöðrubátur sá síðasti sem var gerður út hérlendis Fengsæll GK 262. Þarna kominn að endalokum í Drafnarslipp í Hafnarfirði.Hér liggur Fengsæll ásamt öðrum sem kominn var á endastöð sína. Sandvík GK 325 upphaflega Tálknfirðingur BA.

20.08.2014 22:02

759 Sjöfn VE 37.
Set hér að ganni eina gamla af Sjöfn VE 37 áður Jón Þorláksson RE einn af Borgarstjórabátunum svokölluðu sem voru 4 að tölu allir smíðaðir í Reykjavík árið 1935.

18.08.2014 09:02

Litli og stóri.
Það er töluverður stærðarmunur á nýja Sigga og Maggý og liggur við að þeir geti hreinlega tekið hana upp í davíður.

16.08.2014 09:01

Dala Rafn kominn í Isfélagslitina
Tók þessar í vikuni af Dala Rafni í nýja litnum eins er búið að færa hvíta fleyginn á stefninu niður á peruna sem kemur betur út.Og skeifurnar komnar á sinn stað.


14.08.2014 23:01

Stíganda VE 77 lagt og áhöfnini sagt upp.
Nú á að leggja Stíganda VE 77 og er búið að segja upp áhöfnini en þarna missa 12 manns atvinnuna. Það er ekki bara eftirsjá í skipunum og kanski ekki allir sem skilja að það missa menn vinnuna sína við hvert skip sem lagt er.Báturinn var smíðaður í Póllandi árið 1988 og hét þá Emma VE 219 síðan bar hann nöfnin Háey VE 244, DalaRafn VE 508 og svo núverandi nafn Stígandi VE 77.

14.08.2014 08:16

Gullborg RE 38
Ég las um vangaveltur á facebókini um hvers vegna Gullborgin væri merkt með RE númeri en ekki VE en staðreyndin er sú að báturinn var merkur RE 38 allan þann tíma sem Binni í Gröf var með hann eða frá árinu 1954 til 1972, það kom oft vel út hjá þeim gamla og gat hann róið þótt allur eyjaflotinn væri í verkfalli.

12.08.2014 08:43

Blátindur VE 21 í málun.
Nú er unnið við að mála Blátind sem jú var orðið löngu tímabært. Búið er að kítta upp allan skrokkinn og verður honum svo komið fyrir víð Stafkirkjuna á Skanssvæðinu.

10.08.2014 10:09

Dala Rafn kominn í slipp.
Um þessar mundir er Dala Rafn i lyftuni hér í eyjum og verður skipið málað í Ísfélagslitunum en sagan segir að hann haldi áfram sama nafni og númeri.

07.08.2014 23:40

Sigurður hinn nýi fer í fyrsta prufutúrinn


Tók þessar nú í kvöld þegar Sigurður fór í sinn fyrsta prufutúr


07.08.2014 08:50

1752 Brynjólfur VE 3 að legga í ann eftir helgina.
Hér eru nokkrar af Brynjólfi VE 3 að leggja í túr eftir Þjóðhátíðina.Brynjólfur er Akranessmíði frá árinu 1982 en hann hét í upphafi Gissur ÁR 6.


Flettingar í dag: 2286
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 4729
Gestir í gær: 408
Samtals flettingar: 3098487
Samtals gestir: 682654
Tölur uppfærðar: 1.9.2014 10:27:11


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar