Bátar og skip


20.08.2014 22:02

759 Sjöfn VE 37.
Set hér að ganni eina gamla af Sjöfn VE 37 áður Jón Þorláksson RE einn af Borgarstjórabátunum svokölluðu sem voru 4 að tölu allir smíðaðir í Reykjavík árið 1935.

18.08.2014 09:02

Litli og stóri.
Það er töluverður stærðarmunur á nýja Sigga og Maggý og liggur við að þeir geti hreinlega tekið hana upp í davíður.

16.08.2014 09:01

Dala Rafn kominn í Isfélagslitina
Tók þessar í vikuni af Dala Rafni í nýja litnum eins er búið að færa hvíta fleyginn á stefninu niður á peruna sem kemur betur út.Og skeifurnar komnar á sinn stað.


14.08.2014 23:01

Stíganda VE 77 lagt og áhöfnini sagt upp.
Nú á að leggja Stíganda VE 77 og er búið að segja upp áhöfnini en þarna missa 12 manns atvinnuna. Það er ekki bara eftirsjá í skipunum og kanski ekki allir sem skilja að það missa menn vinnuna sína við hvert skip sem lagt er.Báturinn var smíðaður í Póllandi árið 1988 og hét þá Emma VE 219 síðan bar hann nöfnin Háey VE 244, DalaRafn VE 508 og svo núverandi nafn Stígandi VE 77.

14.08.2014 08:16

Gullborg RE 38
Ég las um vangaveltur á facebókini um hvers vegna Gullborgin væri merkt með RE númeri en ekki VE en staðreyndin er sú að báturinn var merkur RE 38 allan þann tíma sem Binni í Gröf var með hann eða frá árinu 1954 til 1972, það kom oft vel út hjá þeim gamla og gat hann róið þótt allur eyjaflotinn væri í verkfalli.

12.08.2014 08:43

Blátindur VE 21 í málun.
Nú er unnið við að mála Blátind sem jú var orðið löngu tímabært. Búið er að kítta upp allan skrokkinn og verður honum svo komið fyrir víð Stafkirkjuna á Skanssvæðinu.

10.08.2014 10:09

Dala Rafn kominn í slipp.
Um þessar mundir er Dala Rafn i lyftuni hér í eyjum og verður skipið málað í Ísfélagslitunum en sagan segir að hann haldi áfram sama nafni og númeri.

07.08.2014 23:40

Sigurður hinn nýi fer í fyrsta prufutúrinn


Tók þessar nú í kvöld þegar Sigurður fór í sinn fyrsta prufutúr


07.08.2014 08:50

1752 Brynjólfur VE 3 að legga í ann eftir helgina.
Hér eru nokkrar af Brynjólfi VE 3 að leggja í túr eftir Þjóðhátíðina.Brynjólfur er Akranessmíði frá árinu 1982 en hann hét í upphafi Gissur ÁR 6.


06.08.2014 09:05

Það er búið að vera nóg að gera hjá þessum um helgina.
Hér er ein tekin af Herjólfi í gær en þau eru töluvert mörg þúsundin af fólki sem hann er búinn að flytja milli lands og eyja um helgina og ösin óskapleg sérstaklega á mánudaginn.

05.08.2014 18:36

Tvö skemtiferðaskip í dag.
Það er búið að vera nóg að gera í dag enda tvö skemtiferðaskip hér annað á ytri höfnini og hitt inn við bryggju en bæði eru þau yfir 200 metrar á lengd og bæði skráð í Rotterdam.

Það er búinn að vera töluverð traffík um höfnina í dag.

04.08.2014 10:15

Um borð í Sigurði.


Tók nokkrar um borð í Sigurði þeim nýja þegar hann var til sýnis um daginn.Þarna mun vist borðsalur skipsins vera.Hér er setustofa yfirstýrimannsins en hún er eins og hjá skipstjóranum.Hér staddir í brúnni en hún er álíka stór og meðal íbúðKoníakstofan er nýjung í skipaflotanum. En sumir vilja nú kalla þetta fundarherbergi. En þetta væri háklassa súlustaður ef menn vildu.Enn erum við í risinu á brúnni.Flott er það þarna uppi á þaki.Ein utandyra.Auðvitað er baðkar um borð eins og í gamla Sigurði.

02.08.2014 18:34

Árni Friðriksson RE 200


Sama dag og nýr Sigurður sigldi inn á höfnina kom rannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 hér við en stoppað var stutt og ástæðan fyrir komuni var áhafnarskipti.
01.08.2014 00:57

452 Erlingur II VE 325
Hér er ein gömul og handlituð af Erlingi II VE 325 en báturinn var smíðaður hér í Eyjum árið 1937 og lengdur árið 1941 og er hann hér eins og hann var eftir það. Erlingur II bar aðeins tvö nöfn á ferli sínum en þrjár skráningar frá árinu 1952 hét hann Geysir RE 66 og frá 1965 Geysir SH 66. Hann var að lokum brenndur í Hafnarfirði árið 1972Læt eina fjóta hér með af Erlingi II í svart hvítu. En mikið fiskaði Sighvatur Bjarnason skipstjóri á þennan bát á sínum tíma.

30.07.2014 19:19

Plastarinn sem reyndist vera úr áli.
Er það furða að maður telji þennan úr plasti enda alveg eggsléttur sama hvar litið er. Ég fór og bankaði í skrokkinn vítt og breitt. Þarna kom einn úr áhöfnini og spurði ég hann "is this boat made of plastik" hann svarar brosandi.. no no plastik just aluminíum and steel in this boat. Svo nú þarf ég ekki að biðja Hauk afsökunar á plastara Ha ha. En og aftur er það nema furða að maður ruglist á þessu tók nokkrar í gær af bátnum við bryggju.Eggsléttur eins og Sómabátur.Já eða eins og Gáski.Eða bara Cleopatra.Nei ekki aldeiiis hann er sko úr áli og stáli. punktur og pasta.


Flettingar í dag: 379
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1556
Gestir í gær: 388
Samtals flettingar: 3060114
Samtals gestir: 679202
Tölur uppfærðar: 22.8.2014 07:22:27


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar