Bátar og skip


23.11.2014 10:40

Beitir NK 123 á Eskifirði í gær.
Hér er nýjasti Breitir NK 123 við bryggju á Eskifirði í gær.

22.11.2014 10:47

Vestmannaey að landa á Eskifirði.
Það eru fleiri eyjabátar en við að landa á Eskifirði. Hér er Vestmannaey VE 444 að landa í síðasta mánuði. En við erum nú á landleið inn á Eskó að landa.

21.11.2014 18:46

Græjur framtíðarinar.


Já tíminn líður hratt svo nú þurfum við gömlu báta perrarnir að fara að huga að fararækjum sem við getum notað á komandi árum. Er þá ekki bara best að versla sér bát. Flottan bát til að geta siglt milli staða ? Hér er þessi líka frábæri bátur fyrir lengra komna í delluni.Eigum við ekki að panta okkur nokkra svona strákar og fara beint á flandrið. Það stoppar okkur ekkert þegar við erum komnir með svona skip í hendurnar.Þar sem ég er með mótorhjóladellu líka væri nú gaman að eiga einn svona  Harley Davidsson með það er þegar ekki gefur á sjóinn.


21.11.2014 08:39

Dráttarbáturinn Goðinn
Goðinn dráttarbáturinn. Það var nú meiri hörmungin hvernig fór fyrir þessum í Vöðlavík á sínum tíma.

20.11.2014 21:29

1540 Dögg SU 229


Hér er Dögg SU 229 á siglingu inn Eskifjörð í fyrradag. Eigum við ekki að vona að Haukur eigi miða á hann þennan.

20.11.2014 00:15

1525 Jón Kjartansson SU 111
Tók þessa í gær af Jóni Kjartanssyni SU 111 í gær á Eskifirði. Eitthvað hefur minkað úthaldið á honum þessum en mikið rosalega eldist þetta skip vel orðið tæplega fertugt og hét í upphafi Eldborg HF 13

19.11.2014 16:16

Ein frá Axel.
Hér er mynd sem Axel bað mig um að birta. Ekki veit ég neitt um hann þennan en Axel kemur með eitthvað um hann.

19.11.2014 08:50

1146 Siglunes SH 22
Las um daginn að þessi bátur Siglunes SI í dag áður Danski Pétur VE væri búinn að liggja á Siglufirði í þó nokkurn tíma og ekkert sem biði annað en potturinn. já þeim fækkar hratt gömlu vertíðarbátunum.

18.11.2014 16:00

1328 Snorri Sturluson RE 219
Hér er Snorri Sturluson  í Bæjarútgerðarlitnum eins og hann var nýr.Hér í GrandalitnumOg svo hér í Ísfélagslitnum eins og hann var síðast í hérlendis.


17.11.2014 22:59

Blátindur á transportinu.


Eitthvað hafa þeir verið að færa Blátind til í höfnini hálfmálaðan.

.Svo var hann settur utan á Ísleif VE og er þar enn.

17.11.2014 10:00

1742 Jón Finnson RE 506
Jón Finnson RE 506 í dag Faxi RE 9 lengdur og fínn.

16.11.2014 10:00

1175 Donna SU 55
Donna SU 55 þessi er búinn að liggja lengi í Hafnafjarðarhöfn og gerir enn Hún er vel brett að framan og flott smíði frá Fáskrúðsfirði.

15.11.2014 07:07

Akurey RE 3
Akurey RE 3 upphaflega Ögri RE 72 Einn af fyrstu Pólverjunum sem komu til landsins eða bara no tvö í röðini.

14.11.2014 11:25

Engey RE 1
Engey RE 1 einn stóru Pólverjana. Þessi er nú búinn að standa sig vel í gegnum árin og búinn að heita Kleifarberg ÓF lengi

13.11.2014 09:47

433 Draupnir VE 550.
Draupnir VE 550 upphaflega Friðbert Guðmundsson IS 403 smíðaður í Frederiksund í Danmörku árið 1958 en lengdur í Neskaupstað árið 1964 og var mældur eftir það 81 tonn.Báturinn var rifinn á Akureyri árið 1993 og hét hann þá Sæfaxi VE 25
Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 2211
Gestir í gær: 369
Samtals flettingar: 3366923
Samtals gestir: 713697
Tölur uppfærðar: 23.11.2014 11:00:11


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar