Bátar og skip


17.09.2014 19:39

968 Bergur II VE 144
Þessi hefur ekki verið oft á skipasíðunum undir þessu nafni en hér er hann sem Bergur II VE 144. Upphaflega Krossanes SU 320 og í dag Glófaxi VE 300.Og hér sem Glófaxi VE 300Nú þessa dagana er Glófaxi í slipp og er verið að almála hann.


15.09.2014 21:23

1401 Gullberg í breitingum árið 1994
Hér eru myndir af Gullbergi VE 292 í breitingum hjá Skipalyftuni árið 1994.Brúin hækkuð upp settur nýr hvalbakur og lengdur um miðjuna.Hér fyrir breitingu.Og hér líka.Og svo ein eftir breitingu. Í dag heitir Gullbergið, Ágúst GK 95 og er línuskip og gert út frá Grindavík.

14.09.2014 21:20

Tuxham glóðarhausinn úr grafskipinu.
Á dögunum áskornaðist okkur nokkrum félögum að gjöf gömlu Tuxham glóðarhausvélina sem var hér í grafskipinu. Þessi Tuxham er að mörgu leiti merkileg vél smíðuð árið 1935 og er því að verða áttatíu ára gömul. Þetta var sennilegasta síðasta svona gloðarhausvélin sem notuð var hérlendis en hún var í notkun allt til ársins 1976.Nú er búið að sandblása hana og grunna.Þetta var stærðsta Tuxham vélin sem hingað kom 2 cylindra 184/210 hetstafla en algengustu Tuxhamarnir voru 1 cylindra frá 50 og upp í 110 hestaHér eru dekselin eins og heddin voru yfirlett kölluð

Og hér stimplarnir en þetta er skessa mikil og vigtar öll á bilinu 10 til 12 tonn á þyngd.Nú er bara að finna varahluti í Danmörku og smella henni svo saman.


Svona lítur svo Tuxhaminn saman settur

12.09.2014 09:26

Sigurður Ve 15 á leið til Noregs í viðgerð.
Það er búið að vera töluvert mikið bras með spilkerfið í Sigurði hinum nýja og komið í ljós að kerfið er allt fullt af aðskotahlutum, tuskum og öðru drasli sem alls ekki á að vera þar. Þeir eru búnir að sprengja að minsta kosti tvo spilrótora af þessum sökum og verður skipinu nú siglt út til Noregs þar sem viðgerð mun fara fram.Tók þessar myndir um síðustu helgi af skipinu að fara út til veiða.Eitthvað hafa Tyrkirnir klikkað illilega við uppsettningu á spilkerfinu um borð í skipinu.

11.09.2014 08:56

606 Emma VE 219
Hér er Emman hans Stjána og Adda Palla Þarna er búið að eiga tölvert við myndina. Setja í smá grafík.Hér búið að lýsa hana vel upp.Og hér eins og hún kom út á filmuni. Þessa mynd tók ég sennilegast árið 1985. Emma VE 219 hét áður Isleifur II VE 36.

08.09.2014 20:43

Tveir bátar en sama húsið.
Hér er Sídon VE 155. Breið og mikil sænsk blaðra. Eftir að bátabaninn komst í hann Sídon árið 1966 var hann dæmdur ónýtur. Þarna var Sídon með nýlegt stýrishús sem tekið var af og sett yfir á aðra Sænska blöðru Björg VE 5 En Björg og Sídon voru í eigu sama aðila. Síðan var hann Sídon dreginn ausurur á Mjóafjörð og notaður sem prammi fyrir síldarafskurð. Hann dagaði svo upp í botni Mjóafjarðar.Hér er svo Björg VE 5 með húsið af Sídon VE 155. Mörg voru þau stýrishúsin sem smíðuð voru í bæði austur og vesturslippnum öll mjög áþekk í laginu, og er þetta eitt af þeim í stærri kantinum.

07.09.2014 17:59

Tveir fyrrum eyjabátar í niðurrifi.
Hér sjáum við tvo vertíðarbáta sem áttu báðir sér langa sögu hér í eyjum.Sá fremri var  Dala Rafn  og sá blái var aflaskipið Þórunn Sveinsdóttir. Þarna er verið að rífa þá út í Gent í Belgíu

05.09.2014 19:30

Flott teiknuð mynd af Sigurði RE 4
Rakst á þessa frábæru mynd af gamla höfðingjanum Sigurði RE 4. Snildar mynd og þrælvönduð í alla staði, og ekki skemmir að þarna er hann enn með gömlu brúnna.

04.09.2014 23:30

Erindi um skipsflök.
Jæja þá á síðustjórinn á Bátar og skip að vera með erindi varðandi skipsflök við Islandsstrendur. Það er flott að vera titlaður sjómaður enda eru bæði skipstjórar stýrimenn vélstjórar matsveinar og hásetar sjómenn ef grant er skoðað

03.09.2014 21:00

824 Fengsæll IS 83


Nú er Auðunn Jörgensson S1 kominn heldur betur í ham og er hann að falast eftir Fengsæl IS 83 en þetta er 22 tonna eikarbátur smíðaður í Friðriksundi i Danmörku árið 1931. Ég tók nokkrar myndir af bátnum í sumar en hann er komin upp í fjöru inn af SúðavíkFengsæll var lengi vel elsti Eikarbátur sem gerður var út héðan frá Islandi.Það voru yfir 20 svona bátar smíðaðir fyrir landann í Friðriksundi á árunum 1929 til 1938. En Fengsæll IS er síðastur þeirra. Margir voru þeir gerðir út héðan frá eyjum og má nefna t,d Erling VE 295, Skúla Fógeta VE 185. Gulltopp VE 321, Lagarfoss VE 292, Ófeig II VE 324, Óðinn VE 317. Freyja VE 125 og einhvejir voru þeir nú fleiri bara hér í eyjum.Það verðu gaman að fylgjast með hvernig þetta fer hjá honum Auðunn með Fengsæl.Það verður heldur betur handleggur ef það á að skvera hann jafn mikið upp og Óskar Matt var tekinn í gegn, allt í maghoný og rústfríu

02.09.2014 19:00

Andlát.


Þau sorgartíðindi voru að berast mér að félagi minn Markús Karl Valsson í Garði hafi látist í gær. Krúsi eins og hann var oftast kallaður var einn af okkar hörðustu áhugamönnum um Islenska skipa og bátaflotann og tók hann mikið af myndum í gegnum árin einig var hann einn af okkar allra öflugustu skipasíðubloggurum sem við í raunini áttum og hélt úti sinni eigin skipasíðu og það af miklum mettnaði og heilindum. Það er eins og köld vatnsgusa framan í mann þegar manni berast svona ótímabær andlátstíðindi. En Markús var ný orðin 52 ára gamall er hann lést langt fyrir aldur fram.

Ég vil nota tækifærið og votta eftirlifandi eiginkonu hans Sonju Hreinsdóttur börnum þeirra og öðrum ættingjum minnar dýpstu samúðar.


Tryggvi Sigurðsson og fjölskylda.

31.08.2014 21:20

1751 Örn VE 244
Hér er ein gömul af Erni VE 244 áður SH 248 en núverandi Hásteinn ÁR 8.

29.08.2014 08:57

1035 Heimaey VE 1
Hér er ein gömul af Boizenburgaranum Heimaey VE 1 en báturinn bar aðeins tvö nöfn og 3 skráningar á löngum ferli sínum en nýr hét hann Náttfari ÞH 60 og svo RE 75.

28.08.2014 08:40

Stálvíkur merki.
Af hvaða skipi skyldi þessi skjöldur nú vera? Jú Theodór er með þetta. Upphaflega hét báturinn Óskar Magnússon AK 177 og hefur síðan heitið til skiptis Kap II og Kap en í dag er það Kap II VE 7.

26.08.2014 18:31

Tríton að koma inn til Eyja í dag.
Hér er Danska varðskipið Tríton að koma inn til eyja í dag ekki veit ég hvað erindið er en þau eru sjaldséð hér Dönsku varðskipin.Eitt er víst að ekki eru þeir að góma landhelgisbrjóta enda ekki mörg skip eftir á veiðum með ströndini.
Flettingar í dag: 405
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 2787
Gestir í gær: 431
Samtals flettingar: 3151025
Samtals gestir: 688950
Tölur uppfærðar: 18.9.2014 05:12:01


Um mig

Nafn:

Tryggvi Bacon Sigurdsson

Farsími:

8963429

Afmælisdagur:

210157

Heimilisfang:

Dverghamar 8

Staðsetning:

Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812636

Um:

Höfundur er að mestu alinn upp á bryggjunum og var oft líflegt þar.Hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum og hef alla tíð verið til sjós og hóf mína fyrstu vertíð árið 1974 síðastliðin 30 ár hef ég starfað sem yfirvélstjóri á Frá VE78.

Tenglar